- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
„Barátta blaðamanna í gegnum tíðina fyrir aðgengi að upplýsingum og barátta fyrir tjáningafrelsi, hefur jafnhliða verið brátta fyrir virku lýðræði og almannarétti. Og gleymum því ekki að þó enn séu óunnin lönd, þá hefur félagið, fjölmiðlar og blaðamenn haft ríkuleg og mótandi áhrif á bæði löggjafa og dómsvald, og opnað leiðir fyrir opinskárri og upplýstari umfjöllun og umræðu í samfélaginu.“ Þetta sagði Lúðvík Geirsson fyrrum formaður BÍ í hátíðarræðu sem hann flutti í 120 ára afmælishófi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi, en samkoman fór fram í Blaðamannaklúbbnumí Síðumúla. Lúðvík er nú hafnarstjóri í Hafnarfirði, en hann hefur lengst allra samfellt verið formaður félagsins.
Þá voru 14 félagar heiðraðir og sæmdir gullmerki BÍ fyrir langan og farsælan feril á sviði upplýsingamiðlunar, en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað yfir 40 ár í faginu. Þeir eru: Jóhannes Reykdal, Árni Þórarinsson, Ómar Valdimarsson, Sveinn Sigurðsson, Ásgeir Tómasson, Kjartan Stefánsson, Þorbergur Kristinsson, Sigurður Hreiðar, Ragnar Th. Sigurðsson, Jónas Haraldsson, Jóhannes Tómasson, Ragnar Axelsson, Gissur Sigurðsson og Guðjón Einarsson