- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Áslaug Ragnars, blaðamaður og rithöfundur, lést í gærmorgun. Áslaug hóf blaðamennskuferil sinn á á Morgunblaðinu og var þar blaðamaður í nokkur ár. Þá hóf hún þátttöku í stjórnmálum og var meðal annars varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 1974-78. Áslaug skrifaði tvær skáldsögur, Haustviku og Sylvíu, auk ýmis konar annarra rita og má þar nefna matreiðslubókina Matinn hennar mömmu, sem fjallar um íslenskan heimilsmat. Áslaug starfaði síðar fyrir ýmsa aðra prent- og ljósvakafjölmiðla, og um miðjan tíunada áratug síðustu aldar gerðist hún blaðamaður á Tímanum og var þar í nokkur ár, en á seinni árum fékkst hún við ýmis ritstörf, þýðingar og útgáfu. Áslaug var félagi í Blaðamannafélagi Íslands og hefur undanfarin misseri verið virkur þátttakandi í föstudagsfundum eldri blaðamanna í hádeginum á föstudögum, en undir lokin átti hún við erfið veikindi að stríða.
Áslaug fæddist í Reykjavík 23. apríl 1943. Hún var elst fimm systkina. Foreldrar hennar voru Ólafía Þorgrímsdóttir fótaaðgerðafræðingur og Kjartan Ragnars, hæstaréttarlögmaður og sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni. Hún var þrígift, fyrst Magnúsi Þórðarsyni, síðar upplýsingafulltrúa Atlantshafsbandalagsins. Þau gengu í hjónaband 1964 og eignuðust synina Andrés, blaðamann á Englandi, og Kjartan, fyrrverandi borgarfulltrúa. Annar eiginmaður Áslaugar var sr. Jón Ísleifsson og þriðji Aðalsteini Emilsson lífefnafræðingur. Blaðamannafélagið sendir sonum og öðrum aðstendendum Álaugar samúðarkveðjur.