- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Journo Resources er vefur sem haldið er úti af fámennum hópi eldhuga úr blaðamannastétt og er helgaður því markmiði að auðvelda blaðamönnum, sérstaklega sjálfstætt starfandi, að lifa af blaðamennsku. Þar sem framtakið að baki vefnum á uppruna sinn í Bretlandi og ritstjórn hans er í Devon á Englandi er margt sem þar er boðið uppá miðað við þarfir blaðamanna sem starfa þar í landi. En ástæðan fyrir því að vakin er athygli á þessum vef hér á Press.is er að Journo Resources heldur úti lista yfir alls konar styrki sem blaðamenn geta sótt um til alls konar náms og verkefna. Listinn er uppfærður reglulega.
Ritstjórnarstefna Journo Resources er metnaðarfull, en hún er kynnt með þessum orðum: „Journo Resources er stolt af að sinna almannaheillastarfsemi. Tilverugrundvöllur okkar er að hjálpa til við að skjóta fjölbreyttari stoðum undir fjölmiðlun, og það er leiðarljós okkar í öllu sem við gerum.“ Um stefnu og gildi starfseminnar má nánar lesa hér.
Annar vefur sem heldur úti uppfærðum listum yfir styrkjamöguleika fyrir blaðamenn er Public Media Alliance. Samtökin sem að baki vefnum standa eru alþjóðleg hagsmunasamtök almannaþjónustumiðla. Styrkjamöguleikalistinn þeirra er hér. Langflestir þeirra styrkja sem þar eru auglýstir eru opnir blaðamönnum af hinum ýmsu þjóðernum.
Þá má einnig nefna lista GIJN (Global Investigative Journalism Network) yfir styrki fyrir rannsóknarblaðamennsku.
Hér má nálgast lista með ráðgjöf um það hvernig gerast má sjálfstætt starfandi blaðamaður.