- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Verkefnið „Media Pluralism Monitor“ sem fjallar um að mæla og meta fjölbreytni í fjölmiðlum í Evrópu hefur nú sent frá sér ítarlega skýrslu þar sem farið er yfir stöðuna varðandi tjáningarfresli, fagmennsku, vernd blaðamanna, samþjöppun eignarhalds fjölmiðla og fleira sem notað er til að meta hversu frjálsir og fjölbreyttur fjölmiðlamarkaður í einstaka löndum eru. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að í öllum 28 löndum ESB auk Tyrklands og Svartfjallalands má segja að einhver ógn steðji að fjölbreytni í fjölmiðlum, þó það sé nokkuð mismunandi. Þannig má merkja afturför varðandi vernd blaðamanna og tjáningarfresli í um þriðjungi landanna. Stuðst er við ítarlegt kerfi og nokkrir þættir skoðaðir til að leggja mat á stöðuna í einstökum löndum og er umfjöllunin um hvert land mjög áhugaverð. Þannig er fróðlegt fyrir íslenska fjölmiðlaáhugamenn að skoða kaflana um hin norrænu ríkin sem þarna eru, þ.e. Danmörk, Svíðþjóð og Finnland en Íslendingar, sem ekki er fjallað um í verkefninu, hafa lengi miðað sig við þessar frændþjóðir okkar.