- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Enn á ný býður Norræna endurmenntunarstofnun blaðamanna ( NJC) upp á áhugavert námskeið fyrir fjölmiðlafólk. Fimmta árið í röð stendur NJC fyrir námskeiði hér á landi en að þessu sinni er kennarinn Daninn Kristian Ströbech. Hann starfaði áður sem kennari í Danska blaðamannaskólanum, en vinnur nú eingöngu við það að kenna starfandi fjölmiðlafólki tækni við að nota samfélagsmiðla á nýja og áhugaverða máta. Námskeiðið fer fram á ensku.
Fullbókað er á námskeiðið sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður dagana 21. og 22. apríl en Blaðamannafélag Íslands leggur til húsnæðið og býður fjölmiðlafólkinu upp á hádegisverð báða dagana.
Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi rektor NJC, hefur haft milligöngu um þessi námskeið og séð um framkvæmdina. Hún segir að það sé mikilvægt fyrir íslenskt fjölmiðlafólk að fá tækifæri til þess að sækja þessi námskeið, en undantekningarlaust hafa kennararnir verið í sérflokki. Þessi námskeið eru líka í boði í Færeyjum og Grænlandi, en Norræna endurmenntunarstofnun blaðamanna lítur á það sem sitt hlutverk að gefa fjölmiðlafólki í þessum löndum tækifæri til þess að sækja sér endurmenntun í faginu.
Það er biðlisti og því mikilvægt að þeir sem skráðir eru tilkynni um forföll, ef þeir geta ekki sótt námskeiðið