- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Áhugaverð umræða hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Málið snerist um Instagram færslu Inga Kristjáns Sigurmarssonar þar sem hann birti mynd af Agli og skrifaði undir „Fock you rapist bastard“. Snerist málið í grunninn um hvort þessi yfirlýsing Inga Kristján bæri gildisdómur eða staðhæfing um staðreyndir, þ.e. að í þessu fælist fullyrðing um að Egill væri nauðgari að einungis skoðun á málflutningi Egils um kynbundin mál. Kjarninn snýst því um túlkun á samhengi og þeim kringumstæðum sem voru til staðar þegar ummælin féllu. Davíð Þór Björgvinsson hefur skrifað áhugaverða færslu um þetta mál á heimasíðu sína og ber pistillinn yfirskriftina „Fúkyrði eða fullyrðing?“ Telur Davíð Þór að með sýknu sinni hafi MDE gefið misvísandi skilaboð til íslenskra dómstóla um túlkun á tjáningarfrelsinu sem séu að sumu leyti í andstöðu við fyrri dóma. Í grein Davíðs segir m.a.: „Með sanngirni má segja að dómur Hæstaréttar hafi falið í sér raunverulega og rökstudda tilraun til að taka mið af þeim sjónarmiðum sem MDE hefur þróað, einkum í málum sem varða tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. En allt kom það fyrir ekki að þessu sinni. Þrátt fyrir þetta bakslag verður engu að síður að hvetja íslenska dómstóla til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið síðustu misseri um að taka í vaxandi mæli mið af dómaframkvæmd MDE þar sem við á.“