- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í upphafi vikunnar náðist samkomulag á milli Evrópuþingsins, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) og Evrópusambandsins um vernd uppljóstrarar. Evrópusambandið blaðamanna (EFJ) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það fagnar þeim áfanga sem náðst hefur og umbótum frá þeim tillögum sem lágu fyrir í upphafi. Um leið harmar EJF þá þá takmörkuð vernd sem er í boði fyrir þá uppljóstrara sem snúa sér beint til almennings í gegnum fjölmiðla.
Frá upphafi hefur höfuðágreiningur málsins snúist um stöðu uppljóstrara gagnvart fjölmiðlum. - Hvaða leiðum/ferlum uppljóstrar verða að fylgja til að geta notið verndar snúi þeir sér til fjölmiðla. Stofnanir Evrópusambandsins komu saman á mánudaginn til að ræða málið og þar var málinu stillt þannig upp að uppljóstrarar yrðu að velja á milli þess að gera upp málin innan eigin stofnunar eða snúa sér til utanaðkomandi aðila, lögmæts yfirvalds, svo sem lögreglu, eftirlitsstofnanna, umboðsmanns osfrv.). Upplýsingarnar til almennings, til dæmis með því að miðla upplýsingum til blaðamanns, eru aðeins mögulegar í þremur sérstökum aðstæðum:
Sem lokaúrræði ef önnur úrræði hafa verið tæmd.
Sem fyrsta leið ef uppljóstrari telur að svo aðkallandi sé að koma upplýsingunum út - að ekki sé unnt að bíða eftir öðrum leiðum. Þar horfir uppljóstrari til þess að almenningi geti stafað hætta á einhverri bið og að hætta sé á óafturkræfum skaða.
Þegar uppljóstrari hefur rökstuddan grun um að árangurslaust geti reynst að leita til lögmæts yfirvalds, svo sem ef hann hefur ástæðu til að ætla að það samstarf sé á milli þeirra og þess sem uppljóstrunin beinist að og svo hins vegar ef hann óttast eyðileggingu sönnunargagna
Jákvæð árangur er talin hafa náðst ef uppljóstrun nær til starfsmanna, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum, svo sem embættismanna, sjálfstætt starfandi, hluthafa, en sjálfboðaliða, nemenda, fólki í ráðningarferli og fyrrverandi starfsmanna.
Frumvarpið verður borið undir Evrópuþingið í apríl.