- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í nýrri áhugaverðri rannsókn sem Pew stofnunin í Bandaríkjunum gerði í samstarfi við fleiri aðila kemur í ljós að fréttaneytendur á netinu, fundu fréttir sem þeir lásu í gegnum tvo álíka mikið notaða megin farvegi. Annars vegar með því að fara beint á fréttasíður fréttamiðla og hins vegar í gegnum samfélagsmiðla.
Rannsóknin var að mörgu leyti óvenjuleg því fylgst var með fréttanotkun fólks í viku og haft samband við það tvisvar á dag og það spurt stuttleg um fréttanotkun og hvaðan það fékk upplýsingar um sínar fréttir. Ýmislegt annað en ofangreint kom í ljós, m.a. að aðeins í um helmingi tilfella gat fólk tilgreint uppruna frétta, eða þær fréttastofur sem sögðu viðkomandi frétt, en slíkt er sérstaklega áhugavert í ljósi umræðu um falskar fréttir.
Hér má sjá meira um þessa rannsókn