- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Á aðalfundi Blaðamannafélagsins sem haldinn var í gærkvöld voru fimm félagar heiðraðir sérstaklega og þeim þökkuð góð störf , en þessir félagar hafa nú að mestu látið af trúnaðarstöfum sínum fyrir félagið. Þessir félagar voru Fríða Björnsdóttir, Sigtryggur Sigtryggsson, Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, Hilmar Karlsson og Óli Kristján Ármannsson.
Fram kom hjá Hjálmari Jónssyni formanni að staða félagsins er að góð bæði fjárhagslega og faglega.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins á fundinum, en Hjálmar Jónsson var endurkjörinn formaður og var hann einn í kjöri. Þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér áfram en það voru þau Óli K Ármannsson varaformaður, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, og Höskuldur Kári Schram. Í þeirra stað voru kjörnir í aðalstjórn þeir Jóhann Hlíðar Harðarson, Björn Jóhann Björnsson og Trausti Hafliðason sem voru í varastjórn en hafa starfað með stjórninni. Í varastjórn komu ný inn Sigurður Mikael Jónsson, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Vala Ósk Bergsveinsdóttir. Nokkrar breytingar urðu einnig í öðrum stjórnum félagsins, t.d. gaf Fríða Björnsdóttir ekki kost á sér í sem formaður stjórnar Menningar- og orlofsheimilasjóðs þar sem hún hefur verið um langt skeið. Við tekur Lúðvík Geirsson. Þá gaf Hilmar Karlsson ekki kost á sér í þessa stjórn heldur og við af honum tekur Elín Albertsdóttir. Þá gaf Sigurður Hreiðar Hreiðarsson ekki kost á sér sem skoðunarmaður reikninga, og við af honum tekur Hörður Ægisson. Loks má nefna breytingar á verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna þar sem þau Kári Jónasson og Svanborg Sigmarsdóttir ganga út og í þeirra stað koma Óli Kr. Ármannsson og Steinunn Stefánsdóttir. Uppfærðan lista um stjórnir og trúnaðarmenn má síðan sjá hér á heimasíðunni undir flipanum „Um félagið".