85 ára afmæli danskra blaðateiknara

Kurt Westergaard.
Kurt Westergaard.

Í dag fagna danskir blaða- og fréttamenn 85 ára afmæli danskra blaðateiknara (Danske Bladtegner). Í tilefni þess birtir Blaðamaðurinn (Jouranlisten), blað danska blaðamannasambandsins, ítarlegt viðtal við hinn 83 ára gamla teiknara Kurt Westergaard en óhætt er að segja að umdeildar teikningar hans af Múhameð spámanni hafi mótað síðustu æviár Westergaard. Flestum ætti að vera minnistæð sú uppákoma sem varð þegar hann dró upp myndir af spámanninum Múhameð með sprengju í túrbaninum. Þetta var árið 2005. Síðan hefur Kurt Westergaard þurft að búa við stöðuga vernd af hálfu dönsku leynilögreglunnar (PET).

 

Haldið var upp á afmælið í morgun með athöfn í Kaupmannahöfn. Þar lagði ráðherra innflytjenda og samþættingar, Inger Støjberg, áherslu á baráttuna fyrir tjáningarfrelsinu í ræðu sinni. Jouranlisten hefur áður tekið viðtal við ráðherran sem sagði við það tilefni að Múhameðsteikningarnar hefðu haft mikil áhrif á viðhorf hennar til trúmála og tjáningarfrelsis.