Séreignarsparnaður

Félagar í BÍ eiga samkvæmt kjarasamningum rétt á mótframlagi frá atvinnurekendum taki þeir þátt í séreignalífeyrissparnaði. Mótframlagið getur numið allt að 2% af heildarlaunum gegn 2% sparnaði starfsmanns. Að auki heimila skattalög að starfsmaður geti lagt 4% heildartekna í séreignalífeyrissparnað án þess að staðgreiðsla sé dregin af. Útgreiðsla af lífeyrissparnaðarreikningum er hins vegar staðgreiðsluskyld.

Samtals er þannig hægt að leggja 6% af heildarlaunum í séreignalífeyrissparnað, 4% frá starfsmanni + 2% frá atvinnurekanda.

Hægt er að taka séreignalífeyrissparnð út að hluta eftir að 60 ár aldri er náð og að fullu eftir að 67 ára aldri er náð.

Lífeyrissjóðir, banka, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki og tryggingarfélög bjóðast til að ávaxta séreignalífeyrissparnað. Samningur er gerður um sparnaðinn og ber atvinnurekanda að skila sparnaðinum til vörsluaðila. Vörsluaðilar bjóða upp á mismunandi ávöxtunarleiðir. Hægt er að spara í sjóðum sem fjárfesta í hlutaréfum og skuldabréfum í mismunandi hlutföllum. Einnig er hægt að stofna lífeyrissparnaðarreikninga í bönkum, sparisjóðum og sumum lífeyrissjóðum. Minnst áhætta er samfara þeim reikningum og þeir hafa jafnframt skilað langbestri ávöxtun síðustu misserin, enda raunvextir á þeim nú 7,55%.