Almennur sparnaður

Lífeyrissjóður VR er okkar sjóður!

Fastráðnir félagsmenn í Blaðamannafélaginu greiða lögbundin iðgjöld til Lífeyrissjóðs verslunarmanna eftir að Lífeyrisjóður blaðamanna var sameinaður LV árið 2000. Uppgjör á stöðu lífeyrissjóðs BÍ við samruna sjóðanna sýndi afar traustan fjárhag hjá Lífeyrissjóði blaðamanna sem leiddi m.a. til þess að verðmæti stiga sjóðafélaga var aukið um 12,63% við sameininguna og einnig var elli- og örorkulífeyrir ellilífeyrisþega hækkaður um nær 24%. Það sama gilti um verðmæti örorku- og ellilífeyrisréttinda sjóðsfélaga.

Alla þjónustu og upplýsingar varðandi almenn lífeyrisréttindi BÍ-félaga er nú að fá á skrifstofu Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Húsi verslunarinnar Kringlunni 7. íminn þar er 580 4000, netfang skrifstofa@live.is og heimasíða með ýmsum fróðlegum upplýsingum á slóðinni http://www.live.is/. Afgreiðslutími skrifstofunnar er frá kl. 8.30 til 16.30 alla virka daga.

Sjóðfélagalán

Hámarkslánsfjárhæð til sjóðfélaga er nú fjórar milljónir, auk þess sem sjóðfélögum er gefinn kostur á að taka lán til allt að 30 ára í stað 20 ára áður. Lántökuskilyrðin hafa nýlega verið rýmkuð þannig að sjóðfélaginn þarf einungis að hafa greitt til lífeyrissjóðs í tvö ár í stað þriggja ára áður, auk þess sem tími milli lána er styttur úr 4 árum í 3 ár. Lán til sjóðfélaga eru einnig með lægri vöxtum en þau fasteignatryggðu lán sem lánastofnanir lána til einstaklinga.

Sjóðfélagavextir eru nú 6,55% frá 15. maí 2001.

Dæmi um stigaútreikning

Til að reikna út stig sjóðfélaga eru notuð viðmiðunarlaun sem taka mánaðarlegum breytingum eftir vísitölu neysluverðs. iðmiðunarlaun sjóðsins í maí 2001 eru 89.024 kr. og sjóðfélagi sem greiðir mánaðarlega iðgjald til sjóðsins af 89.024 kr. launum ávinnur sér 1 stig á ári hjá sjóðnum.

Sjóðfélagi sem greiðir til sjóðsins í 50 ár og ávinnur sér 1 stig á ári hefur áunnið sér samtals 50 stig. Ellilífeyrir hans við 67 ára aldur verður þá 73.445 á mánuði. (50 ár x 1,65% x 89.024 kr.), eða 82,5% af þeim launum sem greitt var af til sjóðsins á starfsævinni.

Innheimta iðgjalda

LV innheimtir eingöngu lífeyrisiðgjöld fyrir blaðamenn. kil á öðrum gjöldum eru til skrifstofu BÍ. Hafi greiðsla lífeyrisiðgjalda ekki borist innan tilskilins tíma, er viðkomandi fyrirtæki send aðvörun þar sem fram kemur að berist ekki greiðsla fyrir réttan tíma verði lögfræðingi sjóðsins falið að innheimta iðgjaldaskuldina.

Sjóðurinn tryggir greiðslu á iðgjöldum til lífeyrissjóða allt að 18 mánuðum fyrir gjaldþrotaúrskurð. Eftir sem áður er mjög mikilvægt að sjóðfélagar fylgist grannt með því hvort iðgjöldum sem haldið hefur verið eftir af launum þeirra hafi verið skilað og gera þarf innheimtudeild sjóðsins viðvart ef um vanskil fyrirtækja er að ræða. Yfirlit yfir móttekin iðgjöld eru send sjóðfélögum tvisvar á ári, í mars og í september, og þurfa sjóðfélagar að hafa samband við lífeyrissjóðinn með athugasemdir við yfirlitið innan 60 daga frá útsendingardegi þess.

Skattfrelsi iðgjalda

Til viðbótar 4% framlagi í sameignarsjóð geta launþegar greitt allt að 4% af heildarlaunum í séreignarsparnað áður en skattur er reiknaður á laun og fá mótframlag frá ríkinu sem jafngildir einum tíunda eigin framlags. Að auki fá launþegar skv. nýgerðum kjarasamningum mótframlag frá launagreiðanda sem fer stighækkandi. parnaður í séreignarsjóði getur þannig numið allt að 6,4% af heildarlaunum frá og með næstu áramótum.

Skipting ellilífeyrisréttinda milli hjóna

Sjóðfélagar geta skipt ellilífeyrisréttindum á grundvelli samkomulags sjóðfélaga og maka hans.

Um þrenns konar skiptingu ellilífeyrisréttinda er að ræða:

  1. ögulegt er að skipta greiðslu ellilífeyris. (Greiðsluskipting)
  2. kipting á þegar áunnum ellilífeyrisréttindum, þó eigi síðar en sjö árum áður en taka ellilífeyris getur fyrst hafist. (Fortíðarréttindi)
  3. kipting þeirra ellilífeyrisréttinda sem ávinnast eftir að samkomulagið er gert. (Framtíðarréttindi)
Samkomulagið er mögulegt að uppfylltum neðangreindum skilyrðum:
  • Samkomulagið skal einungis taka til skiptingar ellilífeyrisréttinda.
  • Rétturinn til þess að skipta ellilífeyrisréttindum tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap, óvígðri sambúð eða staðfestri samvist.
  • Sjóðfélaginn og maki hans þurfa að gera með sér skriflegt samkomulag um skiptinguna og tilkynna hlutaðeigandi lífeyrissjóðum um það.
  • Samkomulagið skal fela í sér gagnkvæma skiptingu réttindanna og sú skipting skal vera jöfn, þ.e. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Heimilt er að framselja til makans allt að helmingi þeirra réttinda sem um er að tefla.
  • Skiptingin skal einungis taka til áunninna réttinda meðan hjúskapur, óvígð sambúð eða staðfest samvist hefur staðið eða stendur.
  • Taki samningur til skiptingar ellilífeyrisréttinda skv. 1 (skipting lífeyrisgreiðslna) eða 3 (skipting framtíðarréttinda), getur hvor samningsaðila sagt samningnum skriflega upp með 3ja mánaða fyrirvara, enda standi aðrir samningar eða fyrirmæli því ekki í vegi. Ekki er hægt að segja upp samningi skv. 2 (skipting áunninna réttinda).