11. ágú 2017

Umhverfisblaðamenn: Áhugaverð frí námsferð á vegum NJC

Blaðamönnum á Norðurlöndum sem skrifa sérstaklega um umhverfismál býðst nú að fara í ókeypis námsferð á vegum Norræna blaðamannaskólans í Árósum (NJC) til að kynna sér nýjustu þróun í rafmagnsbílavæðingu, grænni orku og fleiru. Ferðin og námskeiðið sjálft er ókeypis en blaðamenn verða sjálfir að fjármagna ferðir til Kaupmannahafnar og svo í lokin frá Osló. Námsferðin stendur yfir frá 25.-28. september og er þetta einstakt tækifæri til að kynnast því nýjasta í umhverfismálum og mynda tengslanet með kollegum á Norðurlöndum. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst.

Sjá meira um málið hér

Share