19. maí 2017

Árósarskólinn: Umsóknarfrestur til 5. júní

Ástæða er til að benda íslenskum blaðamönnum á það einstak tækifæri sem felst í því að geta sótt námskeið NJC , eða Norræna blaðamannaskólans í Árósum, í haust. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Um er að ræða námskeið sem hefur yfirskriftina Tengsl Norðurlanda við Evrópu, og hvernig á að fjalla um þessi tengsl á tímum stafrænna miðla.

Námskeiðið hefst 22. október og stendur til 11.nóvember. Blaðamannafélagið veitir félögum sínum stuðning í samræmi við reglur Endurmenntunarsjóðs.

Sjá nánar hér

 

Share