04. maí 2017

Íslenskir dómstólar enn brotlegir gegn tjáningarfrelsi

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) úrskurðaði í morgun að Hæstiréttur hefði brotið á tjáningafresli Reynis Traustasonar, Jóns Trausta Reynissonar og Inga Freys Vilhjálmssonar á DV í meiðyrðamáli sem snerist um viðskipti Jóns Snorra Snorrasonar í Sigurplasti. Röksemdir MDE eru að mörgu leyti kunnuglegar, enda er þetta nýjasta málið í röð slíkra mála sem farið hafa fyrir domstólinn undanfarin misseri og nú síðast fyrir rúmum mánuði í máli Steingríms Sævarrs Ólafssonar.  Í niðurstöðu segir að það sé alls ekki ljóst í röksemdafærslu íslensku dómstólanna hvaða samfélagslega þörf hafi í þessu tilfelli verið til þess að persónuvernd Jóns Snorra vegi þyngra en tjáningarfresli blaðamannanna eða hvort afskipti og inngrip stjórnvalda hafi verið í einhverju samræmi við lögmætan tilgang blaðamannanna.

Niðurstaða dómsins var samhljóða en sjö dómarar úrskurðuðu í þessu máli. Einn dómaranna, Pauliine Koskelo, gerði hins vegar sérstaklega grein fyrir sjónarmiði sínu, og benti á að í málum sem þessum væri dómurum vandi á höndum við að greina ýmsa hluti sem skiptu máli, s.s. hvort þeim sem fjallað væri um hafi verið gefinn nægjanlega mikill kostur á andsvörum. Greinargerð hennar er áhugaverð og dregur fram hvaða atriði skipa máli fyrir störf blaðamanna í viðkvæmum málum.

Sjá dóminn í heild hér

 

Share