04. maí 2017

Einkaummæli á Twitter ekki innan lögsögu Siðanefndar

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru á hendur Atla Má Gylfasyni á Stundinni fyrir ummæli sem hann viðhafði á Twitter um kæranda.  Ástæða frávísunarinnar er að siðanefnd tekur ekki fyrir mál sem einnig eru eða verða rekin fyrir dómstólum. Teldur kærandi að ummælin sem birt voru á Twitter “… hvernig væri nú að hjálpa til við að upplýsa mannshvarf í stað þess að standa í lögsóknum eins og aumingi?”  feli í sér brot á siðareglum. Einnig kemur fram í kærunni að kærði hafi farið mikinn í umfjöllun sinni um kæranda í fjölmiðlum og muni þurfa að svara fyrir umfjöllun sína fyrir dómstólum.

Athyglisverð er niðurstaða Siðanefndar varðandi það að sá hluti ummæla sem kærð eru birtust á Twitter.  Í úrskurðinum segir: „Um Twitter hlýtur hið sama að gilda og Facebook; þar sem einstaklingar nýta sér tjáningarfrelsi sitt og frærsla tengist ekki ritstjórnarstörfum eru slík ummæli ekki innan lögsögu siðanefndar BÍ. Öðruvísi myndi hátta til ef viðkomandi Facebook-síða eða Twitter-reikningur væru sérstaklega beintengd við fjölmiðil og ummæli á slikum vettvangi þá beintengd ritstjórnarstörfum.“

Sjá úrskurðinn í heild hér

 

Share