Árósarskólinn: Umsóknarfrestur til 5. júní

Ástæða er til að benda íslenskum blaðamönnum á það einstak tækifæri sem felst í því að geta sótt námskeið NJC , eða Norræna blaðamannaskólans í Árósum, í haust. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Um er að ræða námskeið sem hefur yfirskriftina Tengsl Norðurlanda við Evrópu, og hvernig á að fjalla um þessi tengsl á tímum stafrænna miðla.

Námskeiðið hefst 22. október og stendur til 11.nóvember. Blaðamannafélagið veitir félögum sínum stuðning í samræmi við reglur Endurmenntunarsjóðs.

Sjá nánar hér

 

Jóhanna Kristjónsdóttir látin

Látin er Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og rithöfundur. Hún stundaði blaðamennsku allt frá árinu 1958 og hafði hana að aðalstarfi til 1995. Jóhanna var handhafi blaðamannaskírteinis nr.16 og var hún því einn viðmælenda í nýútkokminni bók Blaðamannafélagsins „Í hörðum slag – Íslenskir blaðamenn II“.

Jóhanna Kristjónsdóttir fæddist Reykjavík 14. febrúar 1940. Foreldrar hennar voru Elísabet Engilráð Ísleifsdóttir, húsmóðir og gjaldkeri, og Kristjón Kristjónsson, forstjóri.

Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959 og hún lauk prófi í hebresku frá Háskóla Íslands 1962. Þá nam hún arabísku og Miðausturlandafræði í Kaíró, Sanaa og Damaskus frá 1995-2000.

Jóhanna var blaðamaður á Vikunni 1958-59 og lausráðinn blaðamaður á Tímanum 1962-66. Hún var fastráðin á Morgunblaðið árið 1967 og var þar til 1995. Á þeim tíma var hún meðal annars yfirmaður sérblaðs Morgunblaðsins sem kallaðist Daglegt líf og ferðalög.

Hún giftist Jökli Jakobssyni (1933-1978) 1957, en þau skildu 1969. Þeirra börn eru Elísabet Kristín, Illugi og Hrafn. Sambýlismaður Jóhönnu frá 1971-1977 var Höskuldur Skarphéðinsson (1932-2014), en þau skildu. Barn þeirra er Kolbrá.

Jóhanna gaf út tólf bækur, m.a. sjálfsævisögur, ljóð, skáldsögur og ferðabækur.

Hún stofnaði og stýrði Félagi einstæðra foreldra 1969-1984 og Vima (vináttu- og menningarfélagi Íslands og Miðausturlanda) 2004-2013.

Margir samferðamenn hafa orðið til að minnast Jóhönnu í gær og í dag , m.a. á samfélagsmiðlum. Einn þeirra er Margrét Heinreiksdóttir, en þær Jóhanna unnu náið saman á Morgunblaðinu þegar blaðamennska var enn mikill karlaheimur. Pistill Margrétar fer hér á eftir.  Press.is og B.Í. vottar aðstandendum og vinum Jóhönnu samúð sína.

 ***

Pistill Margrétar Heinreiksdóttur:

Mikil merkiskona er fallin frá - og mér er þungt um hjarta enda þótt við höfum sjaldan hist síðustu áratugina. Við áttum hinsvegar mörg góð ár saman á gamla Mogga áður en leiðir skildu; vorum lengi í sama glerbásnum á ritstjórninni í Aðalstrætinu og ég man ekki til þess að okkur sinnaðist nokkurn tíma. Ég man okkur ýmist önnum kafnar og stressaðar í kappi við að ljúka skrifum á "deadline" - eða í skemmtilegum og uppbyggilegum samræðum á góðum stundum milli stríða. Úr þessum glerbás fjarstýrðum við líka börnum okkar oft og iðulega. Þau voru kannski ekki alltaf öfundsverð af þessum önnum köfnu mæðrum en vonandi fengu þau samt eitt og annað jákvætt frá okkur þegar tími vannst til.

Jóhanna hafði mikinn húmor og sérstakan og var einkar lagið að slá upp í grín ef einhver ætlaði að abbast upp á okkur. Um tíma ritstýrðum við saman Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og skrifuðum mikið af efni sem þar birtist. Blaðið gekk dúndur vel hjá okkur en um það starf okkar vissu fáir utan blaðsins og okkar nánustu. Kom að því að við urðum sammála um að neita að halda því starfi áfram þegar okkur var neitað um að fá nafna okkar getið þar - þó ekki væri nema í smáboxi einhversstaðar þar sem hlutdeild okkar kæmi fram. Þá sagði einn ritstjóranna: "Það á eftir að líða langur tími þar til kona kemst í "haus" á Morgunblaðinu.

Báðar áttum við eftir að hverfa frá blaðinu, ég árið 1975 en hún ekki fyrr en tveim áratugum seinna - og "snúa við blaðinu" eins og sagt er, fara til margra ára náms og annarra starfa. Þannig skildu leiðir, við fórum hvor í sína áttina og hittumst sjaldan eftir það, báðar vinnuþrælar, hvor á sínum stað. Dreif mig þó í eina af ferðunum sem hún stóð fyrir til Arabalandanna - stórskemmtilega og fróðlega ferð til Sýrlands sem ætíð lifir í minningunni. Ætlaði alltaf að fara í fleiri ferðir hennar en kom því ekki við.

Jóhanna var einstök baráttukona. Þar sem hún lenti sjálf í vanda og/eða sá aðra í sömu/svipuðum sporum, tók hún til sinna ráða, hóf upp barátturaust sína og virkjaði sjálfa sig og aðra til góðra verka sem komu fjölda manna og kvenna til góðs. Hún lifði lífinu svo sannarlega lifandi, hún Jóhanna Kristjónsdóttir og það var mikið lán að fá að kynnast og starfa með henni. Minning hennar mun ekki aðeins lifa með okkur sem kynntumst henni heldur og í bókum hennar - og vonandi í lífi og starfi þeirra ungu kvenna sem urðu aðnjótandi menntunar fyrir hennar tilstilli. Fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur.

 

Pólitískur skilningur á mikilvægi blaðamennsku minnkar

„Um alla Evrópu er pólitískur skilningur á áhrifum og mikilvægi blaðamennsku fyrir lýðræðið á undanhaldi. Þegar við skyggnumst um hljóum við að fordæma þann aðskilnað sem orðið hefur milli fjölmiðla sem grunnstoða lýðræðiskerfis okkar og popúlískra stjórnmálamanna sem í vaxandi mæli gagnrýna og jafnvel vanvirða frelsi fjölmiðla ef þeir geta ekki notað þá sem áráðurstæki fyrir sig og málstað sinn.“ Þetta segir hinn danski formaður Evrópusambands blaðamanna (EFJ) Mogens Blicher Bjerregård í  pistli sem birtist á heimasíðu EFJ en birtist upphaflega í Osservatorio Balcani e Caucaso.

Sjá pistilinn í heild hér

 

Íslenskir dómstólar enn brotlegir gegn tjáningarfrelsi

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) úrskurðaði í morgun að Hæstiréttur hefði brotið á tjáningafresli Reynis Traustasonar, Jóns Trausta Reynissonar og Inga Freys Vilhjálmssonar á DV í meiðyrðamáli sem snerist um viðskipti Jóns Snorra Snorrasonar í Sigurplasti. Röksemdir MDE eru að mörgu leyti kunnuglegar, enda er þetta nýjasta málið í röð slíkra mála sem farið hafa fyrir domstólinn undanfarin misseri og nú síðast fyrir rúmum mánuði í máli Steingríms Sævarrs Ólafssonar.  Í niðurstöðu segir að það sé alls ekki ljóst í röksemdafærslu íslensku dómstólanna hvaða samfélagslega þörf hafi í þessu tilfelli verið til þess að persónuvernd Jóns Snorra vegi þyngra en tjáningarfresli blaðamannanna eða hvort afskipti og inngrip stjórnvalda hafi verið í einhverju samræmi við lögmætan tilgang blaðamannanna.

Niðurstaða dómsins var samhljóða en sjö dómarar úrskurðuðu í þessu máli. Einn dómaranna, Pauliine Koskelo, gerði hins vegar sérstaklega grein fyrir sjónarmiði sínu, og benti á að í málum sem þessum væri dómurum vandi á höndum við að greina ýmsa hluti sem skiptu máli, s.s. hvort þeim sem fjallað væri um hafi verið gefinn nægjanlega mikill kostur á andsvörum. Greinargerð hennar er áhugaverð og dregur fram hvaða atriði skipa máli fyrir störf blaðamanna í viðkvæmum málum.

Sjá dóminn í heild hér

 

Einkaummæli á Twitter ekki innan lögsögu Siðanefndar

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru á hendur Atla Má Gylfasyni á Stundinni fyrir ummæli sem hann viðhafði á Twitter um kæranda.  Ástæða frávísunarinnar er að siðanefnd tekur ekki fyrir mál sem einnig eru eða verða rekin fyrir dómstólum. Teldur kærandi að ummælin sem birt voru á Twitter “… hvernig væri nú að hjálpa til við að upplýsa mannshvarf í stað þess að standa í lögsóknum eins og aumingi?”  feli í sér brot á siðareglum. Einnig kemur fram í kærunni að kærði hafi farið mikinn í umfjöllun sinni um kæranda í fjölmiðlum og muni þurfa að svara fyrir umfjöllun sína fyrir dómstólum.

Athyglisverð er niðurstaða Siðanefndar varðandi það að sá hluti ummæla sem kærð eru birtust á Twitter.  Í úrskurðinum segir: „Um Twitter hlýtur hið sama að gilda og Facebook; þar sem einstaklingar nýta sér tjáningarfrelsi sitt og frærsla tengist ekki ritstjórnarstörfum eru slík ummæli ekki innan lögsögu siðanefndar BÍ. Öðruvísi myndi hátta til ef viðkomandi Facebook-síða eða Twitter-reikningur væru sérstaklega beintengd við fjölmiðil og ummæli á slikum vettvangi þá beintengd ritstjórnarstörfum.“

Sjá úrskurðinn í heild hér

 

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis

Evrópusamband blaðamanna (EFJ), ásamt nokkrum öðrum samtökum um varðveislu tjáningarfrelsis halda upp á Alþjóðadag fjölmiðlafrelsis sem er á morgun, með því að efna til hátíðahalda sem fengið hafa yfirskritina, „Difference Day”.  Með þessu er hugmyndin að minna folk á að án frjálsra fjölmiðla og sjálfstæðu miðlunar landslagi er óhugsandi að viðhalda lýðræðislegum samfélagsháttum.  Því miður er það þannig að frá árinu 1992 hafa meira en 1100 blaðamenn hafa verið drepnir þar sem þeier voru við störf sín  og meira en þriðjungur mannkyns nýtur hefur ekki aðgang að frjálsum fjölmiðlum.

Sjá einnig hér

 

Margir evrópskir blaðamenn búa við ógn, einelti og ótta

Könnun sem gerð var með stuðningi Evrópuráðsins og náði til 940 blaðamanna í aðildarríkjunum 47 auk Hvíta-Rússlands sýnir að blaðamenn í Evrópu verða iðulega fyrir alvarlegum og tilefnislausum aðdróttunum eða truflunum við störf sín – sem birtist meðal annars í formi ofbeldis, ótta eða sjálfs-ritskoðunar.

Um þriðjungur svarenda (31%) sagðist hafa orðið fyrir líkamlegri árás á síðast liðnum þremur árum. Algengasta “truflunin” eða inngripið sem blaðamenn nefndu eða um 69% þeirra, var sálrænt ofbeldi svo sem niðurlæging, ógnanir hótanir, slúður og ófrægingarherferðir.  Næst algengast (53%) var að blaðamennirnir nefndu einhvers konar net-einelti, einkum í formi ásakana um að vera hlutdrægur, eða persónulegra árása eða þá að rógur eða ófræging af einhverju tagi.  Í þriðja sæti var ógnun frá hagsmunagæsluhópum hvers konar (50%) og í fjórða sæti ógnanir frá pólitískum hópum(43%).

Það má lesa meira um þessa könnun hér

 

Nýr Blaðamaður

Nýr Blaðamaður er á leiðinni í pósti til félagsmanna BÍ. Þar er m.a. fjallað um framtíð fjölmiðla og þær hugmyndir sem uppi eru um hvernig og hvort stjórnvöld eigi að koma að því að tryggja faglega fjölmiðlun. Skoðuð er staðan á Íslandi og farið yfir nýlega fjölmiðlaskýrslu sem kom út í Noregi þar sem finna má umfangsmiklar tillögur hvað þetta varðar.

Blaðamanninn má einnig nálgast rafrænt hér á heimasíðunni

Pulizer verðlaunin voru kynnt í dag

Pulizerverðlaunin voru tilkynnt í BNA í dag en þau eru veitt í 21 flokki, 7 flokkum fyrir bókmenntir/tónlist/leiklist og 14 flokkum fyrir blaðamennsku.

New York Daily News og ProPublica fengu verðlaun I flokknum umfjöllun í almannaþágu fyrir umfjöllum um misnotkun á útburðarreglum þar sem hundurð manna, mest fátækt fólk og fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er borið út. Í þessum flokki er "Gullmedalían" veitt, sem er til að undirstrika mikilvægi hans.

Í flokknum um fréttaskýringar (Explanatory Reporting) fengu Alþjóðasamt0k rannsóknarblaðamanna (International Consortium of Investigative Journalists, ICIJ), McClatchy og Miami Herald verðlaun fyrir umfjöllun um Panamaskjölin.

Fyrir fréttaumfjöllun (breaking news) fékk ritstjorn East Bay Times, í Okland verðlaun fyrir  ítarlega umfjöllun um “Drauagaskips eldsvoðann” þar sem 36 manns létust  og fyrir eftirfylgni með því máli sem sýndi hvernig borgaryfirvöld höfðu trassað að grípa til forvarnaraðgerða sem komið hefðu í veg fyrir þennan harmleik.

Fyrir rannsóknarblaðamennsku fékk Eric Eyre blaðamaður hjá Charleston Gasatte-Mail verðlaunin fyrir hugrakka umfjöllun um ótrúlegr flæði opiod-lyfja ( tegund verkjalyfja) í Vestur Virginíu þar sem efnhags- og félagslegt ástand er slakt og þar sem hlutfall ofnotkunar er hæst í Bandaríkjunum.

Fleiri verðlaunaflokka má sjá hér.

 

Óbreytt forusta BÍ

Hjálmar Jónsson var endurkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á Aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Stjórn félagsins er jafnframt óbreytt eftir fundinn. Fram kom á fundinum að afkoma félagsins á síðasta ári var góð og fjárhagsstaða félagsins er sterk.  Staða fjölmiðla og þar með blaðamennsku er ínokkrum mótvindi um þessar mundir og ítrekar Hjálmar mikilvægi blaðamanna sem fagstéttar og faglegra vinnubragða í fjölmiðlum sem hafi aukist á tímum með tilkomu mikils fjölda óritstýrðra upplýsingagátta og falsfrétta.

Hér á eftir fer listi yfir fólk í helstu trúnaðarstörfum fyrir BÍ eftir kosningar á fundinum í gær:

Aðalstjórn:
Hjálmar Jónsson, form.
Óli Kristján Ármannsson, KOM, varaform.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Fréttatíminn, ritari
Höskuldur Kári Schram, Stöð 2, gjaldkeri
Helga Arnardóttir, RÚV
Ingveldur Geirsdóttir, Morgunblaðið
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Birtingur
Varamenn:
Trausti Hafliðason, Viðskiptablaðið
Björn Jóhann Björnsson, Morgunblaðið
Jóhann Hlíðar Harðarson, RÚV

Samningaráð:
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ
Óli Kristján Ármannsson, varaformaður BÍ
Guðni Einarsson, Mbl.
Höskuldur Schram, Stöð 2
Jón Hákon Halldórsson, Vísi
Kolbeinn Þorsteinsson, DV
Kristín Dröfn Einarsdóttir, Birtingi
Varamenn:
Lillý Valgerður Pétursdóttir, Stöð 2
Guðjón Guðmundsson, Viðskiptablaðið
Guðmundur Bergkvist, RÚV

Siðanefnd:
Björn Vignir Sigurpálsson, formaður
Hjörtur Gíslason, varaformaður
Friðrik Þór Guðmundsson
Ásgeir Þ. Árnason
Róbert Haraldson
Varamenn:
Jóhannes Tómasson
Valgerður Jóhannsdóttir
Sigríður Árnadóttir

Dómnefnd Blaðamannaverðlauna:
Björn Vignir Sigurpálsson, formaður
Arndís Þorgeirsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Kári Jónasson
Svanborg Sigmarsdóttir

Menningar- og orlofshúsasjóður:
Fríða Björnsdóttir, formaður
Lúðvík Geirsson
Hilmar Karlsson
Varamaður:
Guðmundur Sv. Hermannsson

Stjórn Styrktarsjóðs:
Arndís Þorgeirsdóttir, formaður
Guðni Einarsson, Morgunblaðið
Lillý Valgerður Pétursdóttir, Stöð 2
Varamenn:
Baldur Guðmundsson, DV
Hjálmar Jónsson, BÍ
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Birtingur

Skoðunarmenn reikninga:
Sigtryggur Sigtryggsson, Morgunblaðið
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
Varamaður:
Guðmundur Sv. Hermannsson, Morgunblaðið

Kjörnefnd:
Arndís Þorgeirsdóttir, formaður
Guðmundur Ólafur Ingvarsson
Kristján Hjálmarsson

Trúnaðarmenn á helstu vinnustöðum
Morgunblaðið: Guðni Einarsson, Kristín Heiða Kristinsdóttir
DV: Kolbeinn Þorsteinsson
Stöð 2/Bylgjan:  Höskuldur Kári Schram
Birtingur: Kristín Dröfn Einarsdóttir
Fréttablaðið: Snærós Sindradóttir
Viðskiptablaðið: Guðjón Guðmundsson