Erlend samskipti

Blaðamannafélagið er aðili að Alþjóða blaðamannasambandinu IFJ, (International Federation of Journalists) og Evrópudeild sambandsins (European Federation of Journalists). Innan IFJ eru nú hátt í 300 þús. blaða- og fréttamenn í meira en 200 löndum, en höfuðstöðvar sambandsins eru í Brussel.

Þá hefur BÍ um áratugaskeið verið virkur aðili í Norræna blaðamannasambandinu NJF. Norrænir blaða- og fréttamenn hafa með sér mikið og gott samstarf á ýmsum sviðum, bæði hvað snertir kjaramál og ýmis fagleg viðfangsefni.

Fulltrúi BÍ á þó ekki þessi misserin sæti sem aðalmaður í stjórn Norrænu blaðamannamiðstöðvarinnar NJC (Nordisk Journalist Center) sem er til húsa í Árósum í Danmörku, heldur situr þar fulltrúi menntamálaráðuneytisins samkvæmt einhliða ákvörðun ráðherra. Stofnunin er rekin af Norðurlandaráði. http://www.njc.dk/

Á tenglasíðunni má finna alla áhugaverða tengla innanlands sem utan.